Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| miðvikudagurinn 16. desember 2015

Fréttir úr Tungudal

Rafvirkinn Rafn Pálsson að njóta útsýnisins í dag
Rafvirkinn Rafn Pálsson að njóta útsýnisins í dag

Við starfsmenn höfum fundið fyrir miklum áhuga á fréttum úr Tungudalnum. hér kemur staðan fyrir áhugasama.

Prufun á lyftum eru búnar og eru þær í flottu standi fyrir utan smávæginlegar bætur sem við erum nú ekki lengi að redda. 

Undirstöðu atriði í rekstri skíðasvæðis er snjór, því miður hefur ekki verið nóg af honum til að eitthvað sé hægt að gera, en það er búið að sparsla í skurðina og búa til svaka góðan grunn fyrir veturinn, en góðu fréttirnar eru þær að það er SNJÓKOMA Í KORTUNUM :D því ætti nú að fara að styttast í opnun í Tungudal, vonum bara að hann festist.

Nú höfum við starfsmenn verið á fullu í viðhaldi til að koma öllum búnaði í gott stand. Eitt af því er að við höfum tekið hvert einasta Jójó (stangir, klukkur, box, (það sem þú tekur og fer með þig upp)) í gegn kerfisbundið og yfirfarið hvern einasta þátt í þeim, skipt um bönd, lagað bremsur, skipt um allar fóðringar og yfirfarið að það sé í fullkomnu ástandi. 

Við erum um það bil hálnaðir en erum á góðu róli að græja þetta fyrir veturinn. 

Svo eigum við bara eftir að hengja á lyfturnar en það tekur nú ekki langan tíma. 

Annað sem við höfum gert er að gera fullnaðarviðgerð á staur 12 í Sandfelli sem varð fyrir tjóni páskana 2014, hjólaklafinn var tekinn niður og endurnýjað alla þætti í honum. Efra vendihjólið í Sandfelli var tekið niður, málað, skipt um gúmmí, legur og sett upp aftur. Bremsan í Sandfelli var tekinn og skipt um allar fóðringar og máluð, Rafmagnsmótorar bæði í Sandfelli og Byrjendalyftu voru teknir niður og skipt um allt, málaðir og eru þeir einsog nýjir. 

Auk þessa höfum við gert margt annað fyrir lyfturnar, standsett sleðana okkar, keypt nýjan sleða, standsett troðarann og unnið að skemmtilegum plönum fyrir veturinn.

Okkur vantar enþá eitthvað af starfsfólki í afgreiðslu og eru áhugasömum bent á að setja sig í samband við okkur s: 4508400

þeir sem geta vart beðið eftir að komast á skíði geta alveg komið til okkar uppá Seljalandsdal þar sem okkar frægu göngubrautir í heimsmælikvarða eru troðnar nánast daglega. 

Margt að gerast en nú viljum við helst bara fara að opna svo að þið komist á skíði

bíðum spennt eftir fyrsta opnunardegi í Tungudal   

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón