Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| mánudagurinn 8. desember 2014

Langar þig að vinna á skíðasvæðinu???

Okkur vantar bæði Lyftuverði og Troðaramann til starfa. ekki hika við að sækja um 

Lyftuvörður

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir lyftuverði til starfa veturinn 2014-2015 í hlutastarfi. Almennt fer starfið fram seinnipart dags á 4 tíma vöktum virka daga en 7-8 tíma vöktum um helgar.

 

Ábyrgðarsvið

Lyftuvörður hefur umsjón með lyftu þegar hún er í notkun. Einnig tekur hann að sér önnur tilfallandi störf. Hann skal sjá til þess að þjónustan sé hnökralaus og til fyrirmyndar og vinna að því að auka ánægju þeirra sem þjónustuna sækja. Hann skal sjá til þess að aðstaða öll sé eins og best verður á kosið hvað varðar öryggi og þjónustu. Hann ber ábyrgð á að lyftan, og brekkur sem að henni liggja sé í góðu ástandi, rekstrardagbók lyftunnar, fylgist með því fólki er notar lyftuna hverju sinni og gengur frá lyftunni við lokun.

 

Helstu verkefni

 • Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
 • Eftirlit með lyftu
 • Eftirlit með viðskiptavinum
 • Grunnviðhald á búnaði tengdum lyftum
 • Útfylling á rekstardagbók
 • Umhirða og eftirlit með svæðinu
 • Önnur tilfallandi, nauðsynleg verkefni sem yfirmaður felur honum

 

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Starfsreynsla á sviðinu æskileg
 • Haldgóð þekking í skyndihjálp
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund
 • Vera orðinn 18 ára

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.  

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Starfsmaður á snjótroðara

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir starfsmanni á snjótroðara til stafa veturinn 2014-2015 í hlutastarf. Starfið felur í sér afleysingar en hægt er að bæta við starfið með lyftuvörslu og tilfallandi viðhaldi.

 

Ábyrgðarsvið

Starfsmaður á snjótroðara tekur að sér troðslu skíðabrauta og önnur tilfallandi störf. Hann skal sjá til þess að þjónustan sé hnökralaus og til fyrirmyndar og vinna að því að auka ánægju þeirra sem þjónustuna sækja. Hann skal sjá til þess að aðstaða sé öll eins og best verður á kosið hvað varðar öryggi og þjónustu.

 

Helstu verkefni

 • Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
 • Umhirða og eftirlit með svæðinu
 • Viðhald tækjabúnaðar og viðgerðir
 • Útfylling á rekstrardagbókum og véladagbókum
 • Vinnsla brauta
 • Önnur tilfallandi, nauðsynleg verkefni sem yfirmaður felur honum

 

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Krafa um vinnuvélaréttindi
 • Starfsreynsla á sviðinu æskileg
 • Haldgóð þekking í skyndihjálp
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.  

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2014.

Umsóknum skal skilað til Gauts Ívars á netfangið gauturivar@isafjordur.is.

Allar nánari upplýsingar veitir Gautur Ívar Halldórsson forstöðumaður í síma 450-8400 eða á netfangið gauturivar@isafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón