Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| föstudagurinn 28. mars 2014

Loksins kominn veðurblíða

Loksins er veður farið að leika við okkur vestfirðinga, Sólin skín og enginn vindur, nóg er til af snjó hjá okkur og því orðnar kjör aðstæður til skíðaiðkunar. 

Í dag föstudag er verið að vinna nokkrar brekkur inn fyrir daginn svo mun þeim fjölga alla næstu opnunardaga. á dagskrá er að koma inn brekunni yfir háubrún og meðfram gilinu í Sandfelli um eða eftir helgi

veðurspár gera ráð fyrir hæglætis veðri og léttskýjuðu fram í næstu viku og því búum við okkur undir að sambúar okkar fjölmenni á svæðinu um helgina.

Undirbúningur fyrir páskana er í fullum gangi og verður óhætt að segja að páskarnir verða glæsilegir þetta árið

Vinnsla við Fossavatnsbrautina er hafin og verður reynt að vinna í henni eins og hægt er um helgina og eftir helgi

þess má geta að 28. mars í fyrra var skírdagur og þá var veðrið einmitt eins og það er í dag  :D  

| föstudagurinn 14. mars 2014

Tveir starfsmenn á Level 1

Eins og sjá má er nóg til af snjó Þarna var verið að moka sig 3 metra niður til að laga rafmagnstengi
Eins og sjá má er nóg til af snjó Þarna var verið að moka sig 3 metra niður til að laga rafmagnstengi

Tveir starfsmenn skíðasvæðisins fara á Level 1 í snjóflóðavörnum, Námskeiðið er haldið af samtökum skíðasvæðana og fer fram á norðurlandi 30. mars til 6. apr,

Á námskeiðinu munu sitja fulltrúar allra skíðasvæða landsins og er þetta sameiginlegt öryggisátak skíðasvæðanna og veðurstofunar,

starfsmennirnir voru svo heppnir að eiga inni hjá stéttafélögum sem fjármagna hluta námskeiðisins.

nú þegar eru starfsmenn svæðisins með búnað er nefnist "heilög þrenning" sem fjárfest var í síðastliðin vetur.

nóg er af snjónum og nefndi Þröstur Jóhannesson við okkur áðan að hann hefði ekki séð svona mikin snjó á svæðinu síðan 1994 sem segir allta það sem ég Gautur Ívar er alltaf segja næsta 20 ára kuldatímabil er hafið :D 

| miðvikudagurinn 5. mars 2014

Aukaopnun á morgun Fimmtudag 6.3

Veðrið undanfarið hefur ekki verið mjög boðlegt til að stunda skíðasportið af fullum krafti en nú hefur aðeins farið að birta til. 

að því tilefni ætlum við að hafa aukaopnun á morgun fimmtudag milli kl 16-19

Veðurspá næstu daga er nokkuð góð og stefnir í opnun yfir alla helgina og vonandi meira en það. 

mikill snjór er núna í dölunum, meiri en hefur sést undanfarin ár og stefnir í metár þrátt fyrir mikla lokun í Febrúar 

á morgun verður svo firmakeppni á gönguskíðum sem að hefst kl 16:30 á sjúkrahústúninu hvetjum við áhugasama til að mæta þar. 

hlökkum til að sjá ykkur á morgun 

| sunnudagurinn 16. febrúar 2014

Thelma Rut sigraði mótið

Thelma að rútsta þessu
Thelma að rútsta þessu

Thelma Rut keppandi frá skíðafélagi ísfirðinga vann tvö gull og eitt silfur í bikarmóti sem fram fór í Tungudal um helgina. 

Gullin vann hún í Stórsvigi og silfur í svigi og má því segja að hún sé sigurvegari helgarinnar, 

Rannveig Hjaltadóttir einnig frá Skíðafélagi Ísfirðinga hafnaði í öðru sæti í fyrri keppninni, og má því með sanni segja að þetta hafi verið góður dagur hjá Skíðafélagi Ísfirðinga. 

Snorri Páll Guðbjörnsson Þjálfari var svo brosandi glaður eftir helgina að sjaldan hefur sést glaðari maður hér um slóðir enda að rifna úr stolti :D 

Mótin fóru vel fram í alla staði, brautin var sérstaklega vel unnin og allt skipulag var til fyrirmyndar hjá mótshöldurum.

Stórsvig stúlkna 1:

 1. Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ með  1.53.37
 2. Rannveig Hjaltadóttir SFÍ með 1.55.21
 3. Aðalbjörg Pálsdóttir SKA með 1.55.52

Stórsvig stúlkna 2:

 1. Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ með 1.47.39
 2. Erla Guðný Helgadóttir KR með 1.51.04
 3. Kolbrún Lilja Hjaltadóttir SKA með 1.51.12

Stórsvig drengja 1:

 1. Arnar Geir Ísaksson SKA með 1.47.48
 2. Sturla Snær Snorrason Ármann með 1.48.14
 3. Magnús Finnsson SKA með 1.49.60

Stórsvig drengja 2:

 1. Arnar Geir Ísaksson SKA með 1.42.28
 2. Magnús Finnsson SKA með 1.43.94
 3. Sturla Snær Snorrason Ármann með 1.44.45

Svig Stúlkna 

 1. Erla Guðný Helgadóttir KR með 1.21.00
 2. Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ með 1.21.49
 3. Ragnheiður Brynja Pétursdóttir Ármann með 1.23.80

Svig drengja

 1. Magnús Finnsson SKA með 1.13.35
 2. Kristinn Logi Auðunsson IR með 1.14.41
 3. Sturla Snær Snorrason Ármann með 1.15.32

Við erum afar stoltir af keppendum og ánægðir með framför helgarinnar

takk fyrir okkur. 

kær kveðja Starfsmenn :D 

| fimmtudagurinn 13. febrúar 2014

Stefnir í góða helgi

Kristófer Darri á góðum degi í Tungudal
Kristófer Darri á góðum degi í Tungudal

Veður er nú að fara lægja í kvöld og smkv spám verður bara gott veður til skíðaiðkunnar um helgina. spáð er frosti og lítilli gjólu,

Bikarmót verður í Tungudal bæði Laugardag og Sunnudag, keppt verður í Háubrún og því sést mótið frá skálanum, ættu því allir að geta fylgst með.

Á Seljalandsdal er áætlað að troða 10 km hring á Skarðsengi.

Latabæjarbrautinn verður opinn alla helgina og á Sunnudaginn er fjölskyldudagur þar sem við bjóðum uppá kaffi og latabæjar safa í samstarfi við vífilfell.

Starfsmönnum hlakkar óneytanlega til að hitta ykkur í skíðagír um helgina   

 Staðan í dag

Tungudalur:

Lokað

Seljalandsdalur:   

Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags: 18.des
Uppfært:

 9:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 15
Seljalandsdalur :  20

 

« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli VSV 4 m/s, 3,1 °C, Mesti vindur: 5 m/s, Mesta hviða: 10 m/s
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón