Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| miðvikudagurinn 15. janúar 2014

Alþjóðlegi snjódagurinn - Latabæjarbrekkan opnar

Latabæjarbrekkan opnar á Ísafirði

Sunnudaginn 19. janúar n.k.  opnar Latabæjarbrekkan í Tungudal á Ísafirði.  Allt svæðið verður með miklum Latabæjarbrag og á þannig að höfða enn betur til allrar fjölskyldunnar. Lögð verður sérstök Latabæjarbraut á byrjendasvæðinu í Tungudal og munu þjálfarar Skíðafélags Ísafirðinga  aðstoða við uppsetningu brautarinnar. Skíðasvæði  Ísafjarðabæjar er einstaklega fjölbreytt og ættu allir að geta fundið brekkur við sitt hæfi, endilega leitið ráða hjá starfsmönnum um hvaða brekkur henta þér.   

Á sunnudag er svo hinn alþjóðlegi snjódagur (World snow day) og verður mikið um dýrðir á öllu svæðinu.

Innflytjandi Völkl í samstarfi við Fjallakofann og Borea Adventures verður með sýningu og prufu á því nýjasta í Völkl skíðum.

Það sem m.a. verður í boði á skíðasvæði Latabæjar:

  • Göngubraut á byrjendasvæðinu í Tungudal
  • Brettasvæðið opnar
  • Troðin göngubraut á Skarðsengi ásamt öllum öðrum kortlögðum brautum
  • Bikarmót í göngu á Seljalandsdal kl 11:00
  • Frí skíðakennsla á báðum svæðum frá kl 13:00
  • Hóla og ævintýrabraut á báðum svæðum
  • Boðið verður uppá íþróttanammi, safa, kaffi og kakó á báðum svæðum
  • Tónlist

Frítt er á svæðið þennan dag og því um að gera að koma og prófa þetta frábæra fjölskyldusport.

 

Kv Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, best geymda leyndarmálið

| föstudagurinn 10. janúar 2014

Skíða og Brettaskóli opnar á Laugardag

Hér er alltaf eitthvað að gerast, og ekki seinna en vænna að við ætlum að opna skíða og brettaskóla á morgun laugaradaginn 11. jan 

skólin verður opinn milli kl 13:00 og 15:00 allar helgar. 

öllum er frjálst að skrá sig, aldur skiptir ekki máli. 

í byrjun kostar 800 kr hver klukkutími fyrir einstaklingin. 

hægt er að panta fyrir stærri hópa á tölvupósti ski@isafjordur.is

hlökkum gríðarlega til að sjá ykkur 

| fimmtudagurinn 9. janúar 2014

Opið í dag Fimmtudag 9.1

Já það munar ekki um það, í dag verður opið hjá okkur þrátt fyrir að það sé fimmtudagur, ástæðan er nú hreinlega sú að mikið hefur verið lokað undanfarið vegna veðurs. 

Opið verður í Tungudal frá kl 16 -19, færið er þéttur rakur snjór, allar lyftur verða opnaðar og troðnar helstu brekkur. 

Loksins er hægt að opna uppá Seljalandsdal og verða gerðar brautir að 5 km. Gulli tekur við ykkur með bros á vör :D 

Veður í dag ætlar að vera mjög fallegt og því ekkert að vanbúnaði að mæta með skíðin, 

það stefnir í fallegt veður framundan og góða skíðatíð. 

Okkur hlakkar til að sjá ykkur :D

| þriðjudagurinn 7. janúar 2014

Loksins tók veður að lægja

Nu er vinna hafin að móta svæðið og gera allt klárt fyrir opnunn, nokkuð mikill snjór hefur bæst við og því mikið verk framundan, 

Starfsmenn vinna á vöktum til að allt gangi sem fyrst. 

Oskað hefur verið eftir mokstri uppá Seljalandsdal og standa vonir yfir að það náist á morgun 

nánari uppl koma reglulega á næstunni, 

| sunnudagurinn 5. janúar 2014

spenna fyrir komandi vetri

Gullhóll
Gullhóll

Loksins fara veðurspár að spá lægjandi hér um slóðir og því ættum vð að geta farið að opna, við vitum af því að margir eru orðnir spenntir fyrir skíðamennskunni. 

við munnum gera okkar besta til að opna svæðin sem fyrst svo að hægt verði að skella sér á dalina. 

Góða við þetta veður er að mikill snjór er á svæðinu.

við stefnum í besta veturinn til þessa og verður kryddað uppá mörgum nýjungum í vetur.

endilega fylgist með okkur og við látum vita um leið og við getum opnað

 

 

 Staðan í dag

Tungudalur:

Lokað

Seljalandsdalur:   

Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags: 18.des
Uppfært:

 9:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 15
Seljalandsdalur :  20

 

« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli VSV 4 m/s, 3,1 °C, Mesti vindur: 5 m/s, Mesta hviða: 10 m/s
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón