Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| þriðjudagurinn 15. apríl 2014

Aðgangspassar að skíðasvæði, sölustaðir

Sala aðgöngumiða að skíðasvæðinu fer fram á þrem stöðum 

hægt verður að kaupa dagspassa og páskapassa í Craft sport (á móti Hamraborg) og í skíðaskálanum Seljalandsdal

öll önnur kort ásamt þessum verða svo seld í skíðaskálanum Tungudal 

dagspassar kosta 1.100 kr fyrir börn og 2.200 kr fyrir fullorðna að viðbættu lykilkorti fyrir 1.000 kr nema viðkomandi eigi slíkt kort.

Páskapassarnir gilda í 4 daga, geta verið hvaða 4 dagar sem er og þurfa þeir ekki að vera samfleytt, þeir kosta 3.500 kr fyrir börn og 8.000 kr fyrir fullorðna, innifalið er lykilkort en það fæst ekki endurgreitt eins og hin 

Við minnum á rútuferðir, uppl um þær má finna hér á síðunni undir http://dalirnir.is/skidavikan/rutuferdir/

opnunartími er hér til hægri á síðunni.

Skíða og Brettaskólinn verður í fullum gangi um páskana, skráning og nánari uppl má lesa hér: http://dalirnir.is/skida_og_brettaskoli/

Starfsmönnum hlakkar svakalega mikið til að fá ykkur á skíði :D

 

| föstudagurinn 11. apríl 2014

Páskarnir að koma :D

Já kæru vinir, Páskarnir 2014 eru að renna í garð. starfsmenn eru að klára lokaundirbúning og virðist allt ætla að smella saman. 

árlegur páskafundur starfsmanna er í kvöld þar sem farið verður yfir alla þætti sem við þurfum að hafa í huga. 

brautir og brekkur bera nægan snjó til að skíða í og langtíma veðurspár eru svona nokkuð hliðhollar okkur en ekki alveg. en í hjarta okkar spáum við sól og blíðu :D 

Endilega njótið páskana með okkur og rokkið á kvöldin á Aldrei fór ég suður :D 

| þriðjudagurinn 1. apríl 2014

Mikill fjöldi iðkennda um helgina

þokubakki yfir firðinum í morgun
þokubakki yfir firðinum í morgun

Já það er skemmst frá því að segja að margur maðurinn notaði veðurblíðu helgarinnar og skellti sér á skíði. 

Í Tungudal mættu um 350 manns á Sunnudag og annað eins á Seljalandsdal. einnig mátti sjá fjallaskíðamenn bregða fyrir á Seljalandsdal og víðar

Starfsmenn eru bókstaflega í skýjunum þessa stundina með aðsókn helgarinnar og tíma sem framundan eru eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

veðurspár gera ráð fyrir flottu veðri framundan og ekki að sjá að skíðasvæðið verði lokað vegna veðurs neitt á næstunni.

Undirbúningur fyrir páska og Fossavatnsgönguna eru á fullu, meðal annars er verið að tryggja að lyfturnar gangi örugglega og voru gerðar prófanir á þeim búnaði í gær, ein bilun fannst í Sandfelli en gert hefur verið við hana.

Nú er verið að vinna bakkann sem liggur með gilinu og bakkann sem að liggur niður af Háubrún og er áætlað að þær verði komnar inn um næstu helgi.

Troðsla Fossavatnsbrautarinnar gengur vel nú þegar veðrið fór að hjálpa okkur og verður unnið nokkuð mikið í henni á næstunni

óhætt er að segja að það sé nóg að gera hjá starfsmönnum þessa dagana :D   

| föstudagurinn 28. mars 2014

Loksins kominn veðurblíða

Loksins er veður farið að leika við okkur vestfirðinga, Sólin skín og enginn vindur, nóg er til af snjó hjá okkur og því orðnar kjör aðstæður til skíðaiðkunar. 

Í dag föstudag er verið að vinna nokkrar brekkur inn fyrir daginn svo mun þeim fjölga alla næstu opnunardaga. á dagskrá er að koma inn brekunni yfir háubrún og meðfram gilinu í Sandfelli um eða eftir helgi

veðurspár gera ráð fyrir hæglætis veðri og léttskýjuðu fram í næstu viku og því búum við okkur undir að sambúar okkar fjölmenni á svæðinu um helgina.

Undirbúningur fyrir páskana er í fullum gangi og verður óhætt að segja að páskarnir verða glæsilegir þetta árið

Vinnsla við Fossavatnsbrautina er hafin og verður reynt að vinna í henni eins og hægt er um helgina og eftir helgi

þess má geta að 28. mars í fyrra var skírdagur og þá var veðrið einmitt eins og það er í dag  :D  

| föstudagurinn 14. mars 2014

Tveir starfsmenn á Level 1

Eins og sjá má er nóg til af snjó Þarna var verið að moka sig 3 metra niður til að laga rafmagnstengi
Eins og sjá má er nóg til af snjó Þarna var verið að moka sig 3 metra niður til að laga rafmagnstengi

Tveir starfsmenn skíðasvæðisins fara á Level 1 í snjóflóðavörnum, Námskeiðið er haldið af samtökum skíðasvæðana og fer fram á norðurlandi 30. mars til 6. apr,

Á námskeiðinu munu sitja fulltrúar allra skíðasvæða landsins og er þetta sameiginlegt öryggisátak skíðasvæðanna og veðurstofunar,

starfsmennirnir voru svo heppnir að eiga inni hjá stéttafélögum sem fjármagna hluta námskeiðisins.

nú þegar eru starfsmenn svæðisins með búnað er nefnist "heilög þrenning" sem fjárfest var í síðastliðin vetur.

nóg er af snjónum og nefndi Þröstur Jóhannesson við okkur áðan að hann hefði ekki séð svona mikin snjó á svæðinu síðan 1994 sem segir allta það sem ég Gautur Ívar er alltaf segja næsta 20 ára kuldatímabil er hafið :D 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón