Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| miðvikudagurinn 5. mars 2014

Aukaopnun á morgun Fimmtudag 6.3

Veðrið undanfarið hefur ekki verið mjög boðlegt til að stunda skíðasportið af fullum krafti en nú hefur aðeins farið að birta til. 

að því tilefni ætlum við að hafa aukaopnun á morgun fimmtudag milli kl 16-19

Veðurspá næstu daga er nokkuð góð og stefnir í opnun yfir alla helgina og vonandi meira en það. 

mikill snjór er núna í dölunum, meiri en hefur sést undanfarin ár og stefnir í metár þrátt fyrir mikla lokun í Febrúar 

á morgun verður svo firmakeppni á gönguskíðum sem að hefst kl 16:30 á sjúkrahústúninu hvetjum við áhugasama til að mæta þar. 

hlökkum til að sjá ykkur á morgun 

| sunnudagurinn 16. febrúar 2014

Thelma Rut sigraði mótið

Thelma að rútsta þessu
Thelma að rútsta þessu

Thelma Rut keppandi frá skíðafélagi ísfirðinga vann tvö gull og eitt silfur í bikarmóti sem fram fór í Tungudal um helgina. 

Gullin vann hún í Stórsvigi og silfur í svigi og má því segja að hún sé sigurvegari helgarinnar, 

Rannveig Hjaltadóttir einnig frá Skíðafélagi Ísfirðinga hafnaði í öðru sæti í fyrri keppninni, og má því með sanni segja að þetta hafi verið góður dagur hjá Skíðafélagi Ísfirðinga. 

Snorri Páll Guðbjörnsson Þjálfari var svo brosandi glaður eftir helgina að sjaldan hefur sést glaðari maður hér um slóðir enda að rifna úr stolti :D 

Mótin fóru vel fram í alla staði, brautin var sérstaklega vel unnin og allt skipulag var til fyrirmyndar hjá mótshöldurum.

Stórsvig stúlkna 1:

 1. Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ með  1.53.37
 2. Rannveig Hjaltadóttir SFÍ með 1.55.21
 3. Aðalbjörg Pálsdóttir SKA með 1.55.52

Stórsvig stúlkna 2:

 1. Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ með 1.47.39
 2. Erla Guðný Helgadóttir KR með 1.51.04
 3. Kolbrún Lilja Hjaltadóttir SKA með 1.51.12

Stórsvig drengja 1:

 1. Arnar Geir Ísaksson SKA með 1.47.48
 2. Sturla Snær Snorrason Ármann með 1.48.14
 3. Magnús Finnsson SKA með 1.49.60

Stórsvig drengja 2:

 1. Arnar Geir Ísaksson SKA með 1.42.28
 2. Magnús Finnsson SKA með 1.43.94
 3. Sturla Snær Snorrason Ármann með 1.44.45

Svig Stúlkna 

 1. Erla Guðný Helgadóttir KR með 1.21.00
 2. Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ með 1.21.49
 3. Ragnheiður Brynja Pétursdóttir Ármann með 1.23.80

Svig drengja

 1. Magnús Finnsson SKA með 1.13.35
 2. Kristinn Logi Auðunsson IR með 1.14.41
 3. Sturla Snær Snorrason Ármann með 1.15.32

Við erum afar stoltir af keppendum og ánægðir með framför helgarinnar

takk fyrir okkur. 

kær kveðja Starfsmenn :D 

| fimmtudagurinn 13. febrúar 2014

Stefnir í góða helgi

Kristófer Darri á góðum degi í Tungudal
Kristófer Darri á góðum degi í Tungudal

Veður er nú að fara lægja í kvöld og smkv spám verður bara gott veður til skíðaiðkunnar um helgina. spáð er frosti og lítilli gjólu,

Bikarmót verður í Tungudal bæði Laugardag og Sunnudag, keppt verður í Háubrún og því sést mótið frá skálanum, ættu því allir að geta fylgst með.

Á Seljalandsdal er áætlað að troða 10 km hring á Skarðsengi.

Latabæjarbrautinn verður opinn alla helgina og á Sunnudaginn er fjölskyldudagur þar sem við bjóðum uppá kaffi og latabæjar safa í samstarfi við vífilfell.

Starfsmönnum hlakkar óneytanlega til að hitta ykkur í skíðagír um helgina   

| mánudagurinn 10. febrúar 2014

Svarta brekkan að koma inn

Svigað í svörtu
Svigað í svörtu

Um næstkomandi helgi 14-16. feb verður Bikarmót í Tungudal, á því keppa 16 ára eldri frá öllum skíðadeldum að ólympíuförum undanskildum. 

keppt verður í svörtu brekkunni sem að er alveg við skálan og ættu því allir að geta komið og notið þess að horfa á óháð skíðakunnáttu.

Keppt verður í tveim stórvigskeppnum á Laugardag og í svigi á Sunnudag. startað verður báða dagana kl 09:30 og stendur keppni yfir til kl 17:00 á laugardag og 13:00 á Sunnudag. 

Ekki láta þig vanta í þessa æsispennandi keppni

smkv veðurspá stefnir í gott veður um helgina en allt slíkt gæti breyst því áreiðanlegar langtímaspár eru sjaldséðar.

okkur starfsmönnum hlakkar að sjálfsögðu gífurlega til að sjá ykkur öll og eiga góða helgi saman  

| þriðjudagurinn 4. febrúar 2014

Mikill snjór bættist við

Egill Ari að njóta vinnunar
Egill Ari að njóta vinnunar

Nú fór veður að lægja og var það fögur sjón að sjá skíðasvæðið í morgun, fullt af nýjum snjó búið að bætast við og veður orðið mjög gott. 

Starfsmenn eru að undirbúa svæðið fyrir opnun og næst ekki að koma öllum brekkum inn í dag, hinsvegar höldum við öllum samgönguleiðum opnum og stefnum í að ná inn bökkum eitt og þrjú.

Á Seljalandsdal þarf að moka og hefla veginn uppeftir og verður það klárt fyrir klukkan 17 í dag. Opnar dalurinn því í kjölfarið.

Eitthvað er verið að spá meiri vind síðar í vikunni og því um að gera að nýta þessa góðu daga sem að stefnir í núna í dag og á morgun 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón