Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| miðvikudagurinn 29. janúar 2014

Aukaopnun á morgun Fimmtudag 30.1

Mynd: Ágúst Atlason
Mynd: Ágúst Atlason

Sökum blíðviðrisspá á morgun og vegna þess að starfsmenn skíðasvæðisins eru svo ÆÐISLEGIR, ætlum við að hafa opið á báðum svæðum á morgun Fimmtudag 30.1.

Til að það gangi upp að bæta inní opnunardögum verðið þið vinir góðir að vera dugleg að mæta :D

 

| laugardagurinn 25. janúar 2014

Helgin ætlar að verða sú besta til þessa

Í dag Laugardag var mjög góð ásókn á Dalina, nokkur hundruð manns skelltu sér á skíði á báðum dölunum í blíðskapar veðri og eru starfsmenn svakalega þakklátir fyrir þessa aðsókn, það hlakkar í okkur að sjá ykkur öll á morgun. 

Í kjölfar sólarkaffisins bauð Gulli uppá pönnukökur í allan dag uppá Seljalandsdal og má með sanni segja að það hafi vakið mikla lukku. 

Á morgun Sunnudag stefnir í flott veður og ágætis færi, Þá er svo kallaður Fjölskyldudagur þar sem við bjóðum uppá safa og kaffi við byrjendalyftu. 

Í skíðaleigunni er til alskyns búnaður fyrir allan aldur, þar bjóðum við einnig uppá beisli til að aðstoða börn við fyrstu skrefin á skíðum. 

þeir sem ekki treysta sér til að kenna barninu geta pantað tíma fyrir það í skíða og brettaskólan, Einnig geta þeir sem vilja fá að komast í erfiðari brekkur fengið sér skíðakennslu fyrir börnin og rennt sér á meðan.

Endilega komdu með alla stórfjölskylduna með þér og við aðstoðum þig eftir bestu getu

 

| mánudagurinn 20. janúar 2014

Alþjóðlegi snjódagurinn fór vonum framar

María Sif Hlynsdóttir og Solla Stirða í góðu stuði
María Sif Hlynsdóttir og Solla Stirða í góðu stuði

Þvílíkur dagur og takk fyrir okkur, Starfsmenn eru búnir að vera á fullu í að undirbúa þennan dag og má nú segja að hann hafi farið vonum framar. 

það fór aðeins að draga á skyggni þegar fór að líða á daginn en allt blessaðist þetta nú og var ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér konunglega. 

munið að Latabæjarbrautinn verður alltaf til staðar um helgar og því um að gera að mæta með alla fjölskylduna, á Sunnudögum er fjölskyldudagur og þá bjóðum við uppá kaffi og safa :D 

Við þökkum fyrir okkur, æðislegt að fá að vera að þjónusta ykkur, 

endilega hjálpið okkur að bera út orð um hveru gott svæðið er, því jú, við erum stórorðir því þetta er það sem við köllum best geymda leyndarmál íslands.

 

 

| miðvikudagurinn 15. janúar 2014

Alþjóðlegi snjódagurinn - Latabæjarbrekkan opnar

Latabæjarbrekkan opnar á Ísafirði

Sunnudaginn 19. janúar n.k.  opnar Latabæjarbrekkan í Tungudal á Ísafirði.  Allt svæðið verður með miklum Latabæjarbrag og á þannig að höfða enn betur til allrar fjölskyldunnar. Lögð verður sérstök Latabæjarbraut á byrjendasvæðinu í Tungudal og munu þjálfarar Skíðafélags Ísafirðinga  aðstoða við uppsetningu brautarinnar. Skíðasvæði  Ísafjarðabæjar er einstaklega fjölbreytt og ættu allir að geta fundið brekkur við sitt hæfi, endilega leitið ráða hjá starfsmönnum um hvaða brekkur henta þér.   

Á sunnudag er svo hinn alþjóðlegi snjódagur (World snow day) og verður mikið um dýrðir á öllu svæðinu.

Innflytjandi Völkl í samstarfi við Fjallakofann og Borea Adventures verður með sýningu og prufu á því nýjasta í Völkl skíðum.

Það sem m.a. verður í boði á skíðasvæði Latabæjar:

  • Göngubraut á byrjendasvæðinu í Tungudal
  • Brettasvæðið opnar
  • Troðin göngubraut á Skarðsengi ásamt öllum öðrum kortlögðum brautum
  • Bikarmót í göngu á Seljalandsdal kl 11:00
  • Frí skíðakennsla á báðum svæðum frá kl 13:00
  • Hóla og ævintýrabraut á báðum svæðum
  • Boðið verður uppá íþróttanammi, safa, kaffi og kakó á báðum svæðum
  • Tónlist

Frítt er á svæðið þennan dag og því um að gera að koma og prófa þetta frábæra fjölskyldusport.

 

Kv Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, best geymda leyndarmálið

| föstudagurinn 10. janúar 2014

Skíða og Brettaskóli opnar á Laugardag

Hér er alltaf eitthvað að gerast, og ekki seinna en vænna að við ætlum að opna skíða og brettaskóla á morgun laugaradaginn 11. jan 

skólin verður opinn milli kl 13:00 og 15:00 allar helgar. 

öllum er frjálst að skrá sig, aldur skiptir ekki máli. 

í byrjun kostar 800 kr hver klukkutími fyrir einstaklingin. 

hægt er að panta fyrir stærri hópa á tölvupósti ski@isafjordur.is

hlökkum gríðarlega til að sjá ykkur 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón