Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| þriðjudagurinn 10. desember 2013

Stefnum á opnun í Tungudal á laugardaginn 14.des

Nú er komið að því, veturinn að hefjast og starfsmenn á fullu að undirbúa lyftur og annað sem að þarf að vera í lagi. Stefnt er að því að opna Tungudalinn á laugardaginn n.k. 14. des 

Miðfellslyfta er klár ásamt þremur brekkum, að vísu bara að 7unda staur en við ætlum að reyna að koma inn efra svæðinu fyrir helgi, Byrjendalyftan er er í standsetningu sem og Sandfell en vonandi nást lyfturnar inn fyrir helgi. 

Á Seljalandsdal er stefnt að því að opna skarðsengishringinn um helgina, 

Snjóframleiðsla hefur gengið brösulega vegna rafmagnsbilana en prufa á byssunni ætti að sýna hvort að hægt verði að framleiða næstu daga. 

Framundan er einhver snjókoma í veðurkortum og því fögnum við. Þó að nægur snjór sé kominn þá má alltaf bæta í 

Forstöðumaðurinn (ég) skellti sér í skoðunarferð um Hlíðarfjall um helgina og kynnti sér alla starfsemi þar ítarlega, nú er verið að vinna úr öllum þeim hugmyndum sem að komu upp við þá heimsókn. Ég þakka Hlíðarfallsmönnum fyrir frábærar viðtökur 

| föstudagurinn 29. nóvember 2013

Formleg opnunn Seljalandsdals á Laugardaginn

Starfsmenn smakka vöflurnar
Starfsmenn smakka vöflurnar

Það er komið af því, í fyrsta skiptið ætlum við að bjóða uppá þjónustu í Skíðheimum, Kaffi Skíðheimar mun opna formlega á Laugardaginn 30.nóv kl 11:00 og eru allir velkomnir, Starfsmenn fengu að prufukeyra vöflurnar sem að á að bjóða uppá í vetur við góðar undutektir, Boðið verður uppá ýmsa hluti í sjoppunni í vetur, s.s. Súpur, samlokur, vöflur, Pönnukökur og margt fleira. Einnig verður opnuð skíðaleiga með öllum tiltækum búnaði, alir eru velkomnir að kíkja í Kaffi og njóta útsýnisins og mannlífsins sem að skíðheimar bjóða uppá. 

Aðrar fréttir af svæðinu eru þær að loksins er búið að standsetja báða troaðarana. það reyndist töluvert stærra verk en við áttum von á þar sem að það var komin mikil þreyta í beltaganga. Búið er að panta ný belti á rauða troðaran og nú hefst standsetning lyftana á fullu. Við erum nú langt komnir með miðfellið, og undirbúningur hafinn að yfirfara Sandfellslyftu.

Starfsmenn fóru og settu upp nokkra ljósastaura í síðustu viku og er þá kominn lýsing uppá topp á sandfellið og alveg að háubrún á göngusvæðinu. það á að vísu eftir að rúlla kaplinum út en það hefst nú vonandi fljótlega.

það sem framundan er fyllir langan lista en fyrst og fremst er það lyfturnar, uppfærsla á skidata aðgönguhliðunum, tiltekt á verkstæði og að koma sér almennilega í markaðsmálin.

Nú fer okkur bara að vanta meiri snjó til að geta farið að opna :D

 

| sunnudagurinn 24. nóvember 2013

Fyrsta æfing vetrarins

fyrsta keyrslan á Miðfellslyftu
fyrsta keyrslan á Miðfellslyftu
1 af 3

Já góðu vinir, það er búið að prufa svæðið fyrir veturinn því að fyrsta æfing vetrarins var í dag, Nýr þjálfari skíðafélagsins, meistari Snorri Páll mætti klukkan 10 í morgun með fullt af hressu fólki til að taka út svæðið, enn er ekki hægt að opna fyrir almening en vonir standa til að það gangi í gegn fljótlega. 

Gönguskíðasvæðið er að sjálfsögðu opið og gengur allt vel þar enda venjan að það sé hægt að opna það fyrr. 

Snjóframleiðsla er í fullum gangi yfir byrjendasvæið og virðist það vera eini snjórinn sem að þoldi hlýindin í þessari viku en við höfum látið snjóbyssuna vera á fullu í frostinu sem að helgin gaf okkur. 

nú vonumst við starfsmenn til að veðurguðinn hafi heyrt bænir okkar og gefi okkur góða snjókomu í vikunni. 

| fimmtudagurinn 21. nóvember 2013

Starfsmenn lögðust á bæn

Hlýindin sem að hafa verið að ganga yfir í dag hafa nú ekki gert okkur gott, allavega fyrir neðsta hluta svæðiðisins þannig að starfsmenn lögðust á bæn í dag og báðu veðurguðinn um snjókomu. 

Jákvæða við hlýindin er að þetta styrkir grunninn í brekkunum.

Spáð er frosti yfir helgina og rólegu veðri en strax á mánudag á að hlýna aftur skvm langtímaspá og vera rigning mánudag og þriðjudag, Við vonumst til að það gangi ekki eftir og gerðum við heiðarlega tilraun til að múta veðurstofumönnum í dag um að stýra veðrinu aðeins betur en án árangurs. 

Vinna við afgreiðslu á Seljalandsdal er kominn á skrið og náum við vonandi að opna fljótlega eftir helgi, við vitum af því að margir eru farnir að vilja kaupa sér árskort og geta vart beðið með að greiða fyrir aðgang að flottasta gönguskíðasvæði Evrópu. 

Standsetningu á báðum troðurunum er nú senn að ljúka og munu starfsmenn mögulega fagna því með einum kaffibolla.

Undirbúningur og vinna við standsetningu á lyftum er hinsvegar byrjuð og kominn á fullt, stefnt er af því að hengja Jójó á Miðfellslyftu á morgunn Föstudag, Þeir sem vilja leggja okkur lið, mega endilega hafa samband við okkur á emaili: gauturivar@isafjordur.is  

 

| þriðjudagurinn 19. nóvember 2013

Næg vinna framundan

Já góðu vinir, nú eru starfsmenn glaðir með nýju himnasendinguna, Í þessum töluðu orðum er verið að vinna Göngusvæðið svo að það verði sem aðgengilegast fyrir alla, Við erum einnig að fara að setja upp afgreiðsluna svo að við getum opnað almennilega, en við stefnum á að svæðið verði að mestu klárt fyrir helgi.

Nú undanfarið hefur verið troðinn braut að 3.3 km og nokkrir fengið að prufa, Frá og með þessum degi verður útbúin braut alla virka daga, og því ættu allir að geta skellt sér og prufað gönguskíðinn eftir vinnudaginn.

Í Tungudal er verið að vinna bakka 1 og 3 og verður möguleiki á að opna þá fljótlega,

Á verkstæðinu er nóg að gera við að standsetja gamla troðarann, hann var farinn að kalla á mikið viðhald og því hefur dregist aðeins að koma honum í gagnið, við vonumst hins vegar til að þetta viðhald verði til þess að troðarinn gangi hnökrulaust í allan vetur, Bjartsýni er lykillinn að framtíðinni :D.

enn er eftir að standsetja lyftur og er undirbúningsvinna hafinn fyrir það. Nokkrir öflugir skíðafélagsmenn hafa boðist til að veita okkur aðstoð þar sem að við erum komnir í smá tímapressu til að ná takmarki okkar með opnunn 1. des.

 

Af starfsmö0nnum er það að frétta að við erum orðnir spenntir fyrir að opna og fá að þjónusta ykkur. 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón