Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
Hlynur Kristinsson | þriðjudagurinn 28. nóvember 2017

auka opnun í dag frá 13:00-20:00

Skólar í frí þannig krakkarnir vilja fara út að leika og þá er best að kíkja á okkur því við erum hrikalega skemmtilegir ;) endilega kíkið á okkur kl 13:00-20:00

afgreiðsla er ekki komin í gang þar sem skortur er á fólki í afgreiðslu vonum að það fari að lagast þegar það er komin rútina á þetta 

Hlynur Kristinsson | laugardagurinn 25. nóvember 2017

Opið í dag Laugardag 25.11

hæhæ það verður opin byrjendalyfta yfir helgina og á meðan er verið að reyna ýta í á efrasvæði þannig þar verður vonandi hægt að opna strax í næstu viku.

opnum frá 10-16 á báðum svæðum Tungudal-Seljalandsdal 

Afgreiðslan er ekki komin upp í Tungudal og því ekki hægt að leigja eða versla neitt, frítt er inná svæði þar

Seljalandsdal er komið afgreiðslu kerfi svo hægt sé að rukka inn ;) 

sjáumst hress og glöð kveðja

Hlynur Kristinsson 

Hlynur Kristinsson | þriðjudagurinn 21. nóvember 2017

Störf á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir starfsfólki til starfa veturinn 2017-2018. Almennt fer starfið fram seinnipart dags á 4 tíma vöktum virka daga en 7-8 tíma vöktum um helgar. Um er að ræða ólík störf og vinnutíma.

 

 

50-80% starf í umsjón sjoppu og skíðaleigu og hlutastörf í afgreiðslu

Umsjónarmaður sjoppu sér um innkaup og skipulagningu starfs sjoppu og skíðaleigu. Starfsmaður í afgreiðslu sinnir almennum afgreiðslustörfum í skíðaskálanum, sölu aðgangskorta, afgreiðslu í skíðaleigu og sjoppu. Á helgum sér hann auk þess um að elda hádegismat fyrir starfsmenn skíðasvæðis. Til viðbótar sjá starfsmenn afgreiðslu um ræstingu skíðaskálans í lok dags.

 

Hæfnikröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Þjónustulund og frumkvæði
 • Vera orðinn 18 ára
 • Þekking á skíðabúnaði æskilegur
 • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
 • Þekking í skyndihjálp kostur

 

Hlutastörf í lyftuvörslu

Lyftuvörður hefur umsjón með lyftu þegar hún er í notkun. Einnig tekur hann að sér önnur tilfallandi störf. Hann ber ábyrgð á að lyftan, og brekkur sem að henni liggja sé í góðu ástandi, rekstrardagbók lyftunnar, fylgist með því fólki er notar lyftuna hverju sinni og gengur frá lyftunni við lokun.

 

Hæfnikröfur

 • Starfsreynsla á sviðinu æskileg
 • Haldgóð þekking í skyndihjálp
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • Þjónustulund og frumkvæði
 • Vera orðinn 18 ára

 

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest.

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2017. Umsóknum skal skilað til Hlyns á netfangið hlynurk@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

 

Allar nánari upplýsingar veitir Hlynur Kristinsson forstöðumaður í síma 450-8400 eða á netfangið hlynurk@isafjordur.is.

 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

 

-Við þjónum með gleði til gagns-

Hlynur Kristinsson | þriðjudagurinn 21. nóvember 2017

Gott veður næstudag

Veðrið undanfarna daga er frábært og ekkert lát á það snjóar og skefur og við reynum svo eftir fremsta megni að fanga þetta allt saman eins og staðan er lítur þetta mjög vel út og mun Tungudalur vonandi opna fljótlega eftir að þetta lægir það er svolítil ýti vinna framundan þar sem skallablettir eru við og við enn ekkert sem ekki er hægt að yfirstíga.

Seljalandsdalur var núna í dag þegar farið var að hreinsa úr girðingum orðin þræl flottur og fór troðarinn 3.3k og 5k þannig þar verður opnað um leið og veður lagast ... 

 

En ekki fleiri orð um það nú er bara fara undirbúa opnun sem fyrst.. 

kveðja fólkið í fjallinu

Hlynur Kristinsson | fimmtudagurinn 9. nóvember 2017

BIRTIR TIL ER GRÁNAR Í FJÖLLUM

Þá er loks farið að birta til í myrkrinu og grátt orðið í fjöllum okkur vantar núna grunnlag þunnt áður en fyrsti snjóhvellur kemur, við ætlum að fá snjó á Seljalandsdal XC 18.Nov.2017 og Tungudalur verður klár vonandi í byrjun eða miðjan Des 2017 ( tippa á 9 des ;) við pjakkarnir leggjum okkur fram núna við að græja þá hluti sem halda svæðinu gangandi og erum nú búnir að vera tveir í fullustarfi þetta árið og ekki veitt af við erum búnir að fara í stór viðhaldsverkefni og gengið nokkuð vel þannig vonandi gengur þetta allt saman snuðrulaust fyrir sig þegar fyrst verður smellt á ON takkan í vetur.

En við strákarnir hlökkum til að sjá ykkur öll þegar færi gefst, styttist í sölu á Vetrakortum "winter season ticket"

#Vetraknús2017-18 

Fjallageiturnar á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar 

 Staðan í dag

Tungudalur:

Lokað

Seljalandsdalur:   

Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags: 18.des
Uppfært:

 9:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 15
Seljalandsdalur :  20

 

« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli VSV 4 m/s, 3,1 °C, Mesti vindur: 5 m/s, Mesta hviða: 10 m/s
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón