Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
Hlynur Kristinsson | föstudagurinn 3. mars 2017

MISSTI TROÐARANN Í KRAPAPOLL

mistök urðu til þess að nýkeyptur troðari skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar hafnaði í krapapolli á Seljalandsdal. Jarðýtu og beltavél þurfti til að losa hann. Óhappið gerðist á Seljalandsdal um kvöldmatarleytið á miðvikudagskvöld. „Aftari hlutinn á troðaranum fór á kaf. Við vorum alla nóttina og fram undir hádegi í gær að losa hann og þá tók við að draga hann niður eftir. Troðarinn var kominn í hús um miðnætti í gær,“ segir Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðisins.

Ekki er búið að meta skemmdir á troðaranum. „Viðkvæmur vél- og rafmagnsbúnaður lá í vatni og við ræsum ekki troðarann fyrr en við erum búnir að fara yfir allt þannig að við vitum ekki enn um tjón,“ segir Hlynur.

Annað sem er í vinnslu að sögn Hlyns er hvort tryggingar dekki óhappið.

 

frétt tekinn af bb.is

http://www.bb.is/2017/03/missti-trodarann-krapapoll/

Hlynur Kristinsson | laugardagurinn 25. febrúar 2017

Laugardagur 25 feb athugun -uppfært-

sæl öll við erum að reyna græja opnun eftir að það fór að birta, erum núna að láta moka veg uppeftir á seljalandsdal þar sem við ætlum að reyna opna skíðagöngusvæðið um leið og mokstur er búin .. þannig við látum vita um leið ... ef fólk vill fá upplýsingar hratt oh örugglega þá setjum við þær alltaf um leið á facebook síðu okkar þannig hún er alltaf með puttana á púlsinum, þurfum að komast í tölvu til að uppfæra hér á dalirnir.is þó svo við reynum að uppfæra það eins fljótt og unnt er að hverju sinni :) 

 

Uppfært kl 11: það á að reyna græja spor kl 13 Þeir eru að klára að moka og búið að spora 3.3k en það rennur svo í sporið þannig það fyllist á 20min en á að lægja um kl 13 þannig nýtt spor verður ekki sett fyrr en þá ...

Hlynur Kristinsson | miðvikudagurinn 22. febrúar 2017

Miðvikudagur fullbúið Skíðagöngusvæði

Það er tilbúið spor á seljalandsdal og aðstæður eins og best er kosið troðið er 1km-2,5k-3,3k-5k-10k

Flott veður er á svæði þannig kíkið á þetta 

Hlynur Kristinsson | laugardagurinn 11. febrúar 2017

Laugardagur 11 feb. ATH

Sæl í dag verður opið á seljalandsdal en verður spá er afleit eftir kl 13:00 þannig hafið það bak við eyrun að þetta sleppur frá kl 10:00-12:45 ;) og fylgist með veðri 

Hlynur Kristinsson | fimmtudagurinn 9. febrúar 2017

Snjóléttur vetur hingað til / frétt af RUV.is

Frétt tekinn af rúv.is

Nýr snjótroðari en enginn snjór 

Þótt það sé hægt að renna sér á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar hér í Tungudal þá hefur skíðafærið verið mjög dapurt í vetur. Og í kortunum eru áframhaldandi hlýindi.

„Það er náttúrlega búið að vera rigning, hiti og vindur og öll verstu veðurskilyrðin fyrir skíðasvæði. En þetta hefur alltaf gengið í bylgjum en þetta óvenju leiðinlegt núna,“ segir Hlynir Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. 

Það hefur gengið brösuglega að halda skíðasvæðum landsins opnum í vetur og á Ísafirði tengjast vonbrigðin einnig langþráðum snjótroðara sem bærinn fjárfesti í nýlega.

„Við höfum svona rétt fengið að prófa hann. En ekki meira en það. Bíðum ennþá eftir snjónum í það,“ segir Hlynur. 

Veturinn ekki búinn í febrúar

Á Norðurlandi og á Vestfjörðum má sjá snjóléttar brekkur sem vanalega eru snævi þaktar á þessum árstíma. „Það er náttúrlega nóg eftir af vetrinum í vetur svo við skulum ekki gera ráð fyrir því að veturinn sé búinn núna um miðjan febrúar,“ segir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofu Íslands. 

Þótt Harpa segi veturinn vissulega vera snjóminni en undanfarna fjóra vetur - þá sé líklega hægt að rifja upp aðra jafnsnjólitla vetur. „Svo er alltaf spurning að hversu miklu leyti hlýnandi loftslag er að hafa áhrif. Að hversu miklu leyti þetta er afleiðing þess eða hvort þetta sé bara einn af þessum vetrum sem eru snjóléttari en aðrir,“ segir Harpa.

Harpa segir tímann leiða það í ljós. Þrátt fyrir snjóleysið gengur starfsfólk snjóflóðavaktar Veðurstofunnar sínar vaktir og aðstæðurnar eru nýttar til viðhalds.

 

meira um frétt er að finna á 

http://www.ruv.is/frett/snjolettur-vetur-hingad-til

 Staðan í dag

Tungudalur:

Close

Seljalandsdalur:   

Close

Gullhóll: Lokað
Dags: 30.Apríl
Uppfært: 13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 42
Seljalandsdalur :  96

 

« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli ASA 6 m/s, 6,5 °C, Mesti vindur: 6 m/s, Mesta hviða: 12 m/s
Opnunartími Páskar
  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón