Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| miðvikudagurinn 2. apríl 2014

Aðstaðan

Tungudalur - brekkur við allra hæfi! 


Lyftur: 
Mikil endurskipulagning hefur átt sér stað á skíðasvæðinu undanfarin ár. Þrjár afkastamiklar lyftur frá Leitner eru í Tungudal og er sú lengsta 960 metrar. Öllum öryggiskröfum er framfylgt og stöðugt eftirlit er með því að lyftumannvirki sinni hlutverki sínu sem best.

Skáli: 
Nýleg og glæsileg skíðamiðstöð er í Tungudal. Vélageymsla er á jarðhæð og veitingasala  á þeirri efri. Á efri hæðinni er skíða- og snjóbrettaleiga einnig til húsa.

Brekkur: 
Á skíðasvæðinu í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er barnalyfta fyrir þá sem eru að taka fyrstu beygjurnar. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir hjallar sem aðeins eru troðnir að hluta, þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar. Innar í dalnum við Hauganeslyftuna, eru mýkri brekkur fyrir alla sem ekki vilja taka mikla áhættu en finnst samt ekki gaman að ýta sér niður brekkurnar. Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfellið og njóta útsýnisins þaðan. Í vestanverðu Miðfellinu er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Hauganeslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskyldunna.

Snjóbretti:
Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan. Af aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir og fleira til að stytta brettaköppum stundir. Þá hafa ótroðnar brekkur Sandfellslyftunnar verið vinsælar hjá snjóbrettafólki.

Lýsing:
Í Tungudal er komin öflug lýsing sem gerir opnun mögulega á kvöldin.

Troðarar
Tveir kraftmiklir troðarar halda svæðinu í ágætis formi af gerðinni Kassbohrir PistenBully600 . Mikill metnaður er lagður í að troða brekkur vel og passa upp á að ruðningar myndist ekki í brekkunum. Hefur svæðið oft fengið góð meðmæli frá þjálfurum viðsvegar að, fyrir vel unnar brekkur fyrir almenning og keppnisfólk.


Seljalandsdalur - sælustaður gönguskíðamanna!
Á Seljalandsdal eru troðnir 5 km. og 10 km. hringir. Mikil vinna hefur verið lögð í brautirnar undanfarin ár og eru þær nú í toppstandi. Frá Seljalandsdal liggja vegir til allra átta þó ekki sé allstaðar troðnar brautir. Auðvelt er að fara þaðan yfir á Breiðadalsheiði og þaðan niður í Engidal. Einnig má fara uppá Kistufell og niður í Hnífsdal eða yfir til Bolungarvíkur.
Í Tungudal er troðinn 5 km. hringur á golfvellinum og um skógræktina þegar snjóalög leyfa. 

Lýsing:
Fullkomin lýsing er á svæðinu á Seljalandsdal. Skíðamenn kveikja sjálfir á brautarlýsingunni og er rofinn utan á skíðaskálanum. Síðasti maður muni að slökkva ljósin! 

Skálinn: 
Sumarið 2001 var gamli skálinn úr Tungudal fluttur upp á Seljalandsdal og settur niður við endamark keppnisbrautanna er nú loksins kominn varanleg aðstaða fyrir gönguskíðafólk; hvort sem það eru keppnismenn eða almenningur. Í skálanum eru seldar léttar veitingar um helgar þegar mót eru í gangi, þar er aðstaða til mótashalds og stærðar sólpallur gefur kost á að sötra kakó úti á fögrum degi meðan þreytan líður úr manni. 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 10:00

Seljalandsdalur:   

 10:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  21.jan
Uppfært:

 8:10

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 36
Seljalandsdalur :  42

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón