Algengar spurningar

Er hægt að leigja skíðabúnað?

Já. Á svigskíðasvæðinu í Tungudal er hægt að leigja svigskíðabúnað og snjóbrettabúnað. Á gönguskíðasvæðinu í Seljalandsdal er hægt að leigja gönguskíði.
Skíðaleigan er opin á auglýstum opnunartíma. Upplýsingar um verð á skíðabúnaði er að finna hér https://dalirnir.is/gjaldskra/

Er hægt að fá lánaðan skíðahjálm?
Já. Við lánum skíðahjálma á meðan birgðir endast.
Er opið á morgun?

Staðan er metin á hverjum morgni fyrir opnun. Á virkum dögum fyrir kl. 10:00 og á helgum fyrir kl. 08:30.
Ef óvíst er hvort hægt sé að opna setjum við inn athugun.

Þarf ég að eiga hart aðgangskort til að kaupa miða?
Já allir þurfa að eiga hart kort til áfyllingar. Einnig er hægt að kaupa mjúk einnota kort fyrir 1-3 daga eða 1-3 klst.
Hvar finn ég óskilamuni?
Óskilamunir eru í skíðaskálanum í Tungudal og Seljalandsdal.
Hvernig er opnunartíminn um páska?

Upplýsingar um opnunartíma yfir páska/skíðaviku eru að finna hér: https://dalirnir.is/skidavikan-paskar/