Um svæðið
Um svæðið
Brekkur og brautir
Á svigskíðasvæðinu í Tungudal eru þrjár afkastamiklar skíðalyftur og fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er byrjendalyfta fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir bakkar sem aðeins eru troðnir að hluta þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar.
Innar í dalnum við Miðfellslyftuna eru mýkri brekkur fyrir meðalmannin sem og reyndara skíðafólk sem vill meiri kraft í brekkurnar. Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfell og njóta útsýnisins þaðan. Í sunnanverðu Miðfelli er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Miðfellslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskylduna. Lengsta skíðabrekkan er um 2,6km. Á svæðinu eru fimm skíðabrekkur með FIS vottun til keppnishalds.
Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan.
Ef aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir ásamt því að gilið er vinsælt meðal brettafólks. Þá eru sett upp “rail” og “box” um svæðið og á byrjendasvæðinu fyrir þá sem vilja spreyta sig.
Byrjendalyftan byrjar í 115m hæð og er um 300m löng. Lyftan endar í 170m hæð.
Sandfellslyftan byrjar í 165m hæð og er um 980m löng. Lyftan endar í 413m hæð.
Miðfellslyftan byrjar í 265m hæð og er um 960m löng. Lyftan endar í 487m hæð
Skíðaganga
Gönguskíðasvæðið
Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivistar.
Troðnir og sporaðir eru 1 | 2,5 | 3,3 og 5km hringir og allt að 10-15km eða lengra á helgum. Frá Seljalandsdal liggja vegir til allra átta þó ekki séu alls staðar troðnar brautir. Auðvelt er að fara þaðan yfir á Breiðadalsheiði og áfram niður í Engidal. Einnig má fara upp á Kistufell og niður í Hnífsdal eða yfir til Bolungarvíkur.
Fossavatnsgangan er haldin árlega um mánaðamótin apríl/maí og er nú orðið alþjóðlegt stórmót í seríu Worldloppet mótaraðarinnar. Ár hvert eru um 1.100 keppendur sem etja kappi í Fossavatnsgöngunni. Þegar nálgast fer Fossavatnsgönguna lengist skíðagöngubrautin og er allt að 25-50km langt.
Fullkomin lýsing er á báðum svæðum. Skíðamenn sem kjósa að fara snemma að morgni eða seint að kvöldi kveikja sjálfir á brautalýsingu milli 7:00-23:30 á Seljalandsdal og er rofinn utan á skíðaskálanum. Síðasti maður muni að slökkva ljósin.
Í Tunguskógi er útbúin skíðagöngubraut þegar aðstæður leyfa. Þar er skemmtilegt og veðursælt umhverfi að fara á gönguskíði á. Brautin þar nær allt að 10km eða lengra við bestu aðstæður.
Um skíðasvæðið
Tölulegar upplýsingar
Fylgist með
Skíðavikunni
Skíðavikan | Aldrei fór ég suður
Heimabær páskana er Ísafjörður. Fjölbreytt dagskrá alla páska sem hefst á rótgróinni dagskrá skíðavikunnar á miðvikudag fyrir páska. Hefð er fyrir því að fólk skíði af sér allt vit, njóti sólarinnar og endi svo daginn með því að kíkja rölt um bæinn en þá er einnig Aldrei fór ég suður tónlistarhátiðin en hún er haldin föstudag og laugardag á páskum. Fylgist með dagskránni með því að smella hér fyrir neðan.